Einherjar unnu Þjóðverjana sannfærandi

Einherjar unnu sannfærandi sigur á Pforzheim Wilddogs.
Einherjar unnu sannfærandi sigur á Pforzheim Wilddogs.

Í gær fór fram í Akraneshöllinni þrettándi millilandaleikur ruðningsliðs Einherja. Andstæðingurinn var Pforzheim Wilddogs sem spilar í 3. deild Þýskalands (af 6 deildum).

Einherjar unnu nokkuð þægilegan sigur 38:20. Bergþór Phillipp Pálsson kastaði fyrir þremur snertimörkum og Ingi Þór Kristjánsson hljóp inn tvö til viðbótar. 

Í þrettán leikjum gegn erlendum liðum hafa Einhverjar unnið átta leiki og tapað fimm. 

Næsti leikur Einherja verður sérstaklega spennandi þar sem þeir taka á móti Salzburg Ducks þann 30. nóvember, en liðið er eitt það besta í Austurríki.

Leikurinn verður í Kórnum og fimleikafélagið Gerpla verður með magnaða hálfleikssýningu. Miðasala er hafin á Tix.is. 

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum í gær. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert