Íslandsmetið var einnig Norðurlandamet

Anton Sveinn McKee hefur farið á kostum í Glasgow.
Anton Sveinn McKee hefur farið á kostum í Glasgow. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Anton Sveinn McKee hefur farið á kostum í sundlauginni á Evrópumótinu í Glasgow. Anton hefur synt fjögur sund og gert sér lítið fyrir og bætt Íslandsmet í þeim öllum. 

Anton bætti eigið met í 50 metra bringusundi í gær í þrígang og hafnaði hann í sjöunda sæti á 26,14 sekúndum, sem er ekki bara Íslandsmet, heldur einnig Norðurlandamet í 25 metra laug.

Johannes Skagius á metið í 50 metra laug, 27,02 sekúndur, og hefur því enginn Norðurlandabúi synt 50 metra bringusund á betri tíma en Anton. 

Hann bætti við fjórða Íslandsmetinu í morgun er hann synti 200 metra bring­u­sund á 2:03,67 mín­út­um og bætti eigið Íslands­met um 0,76 sek­únd­ur. Norðurlandametið í greininni er 2:03,26 mínútur og fær Anton tækifæri til að gera atlögu að því í úrslitasundinu síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert