Setti Íslandsmet fyrstu sex skiptin

Anton Sveinn McKee laufléttur eftir 100 metra bringusundið á EM …
Anton Sveinn McKee laufléttur eftir 100 metra bringusundið á EM í Glasgow í gær. Ljósmynd/SSÍ

Anton Sveinn McKee, úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, hefur farið hamförum á EM í 25 metra laug í Glasgow undanfarna daga. Ekki er allt búið enn því í kvöld keppir hann í úrslitum í 100 metra bringusundi. Hann fer með áttunda besta tímann inn í úrslitin úr undanúrslitunum en þá synti hann á 57,35 sekúndum.

Þau tíðindi urðu í undanúrslitunum að Anton setti ekki Íslandsmet. Síðan hvenær er hægt að kalla það tíðindi að íþróttamaður setji ekki Íslandsmet, hugsa lesendur ef til vill með sér. Anton stakk sér þá til sunds á EM í Glasgow í sjöunda sinn en í fyrstu sex skiptin hafði hann hins vegar sett Íslandsmet. Anton er því í toppformi og í undanrásum í 100 metra sundinu í gærmorgun setti hann einmitt Íslandsmet: 57,21 sekúnda. Var það næstbesti tíminn í undanrásunum en Anton synti því hægar í undanúrslitunum. Tími hans þar var þó engu að síður undir gamla metinu, 57,57 sekúndur, sem var einnig í eigu Antons og stóð í eitt ár.

Nýtur sín í botn

„Það var mjög sætt að smjúga inn í úrslitasundið. Það var tæpara en maður vill hafa það en ég er kominn með braut í úrslitasundinu og það er allt sem þarf. Ég hef verið á fullu síðustu þrjá daga en þarf ekki að keppa í fyrramálið (í dag) og get því sofið út. Ég næ því vonandi að endurnærast og get kýlt á úrslitasundið annað kvöld (í kvöld). Ég veit að ég á meira inni,“ sagði Anton þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann að undanúrslitasundinu loknu.

Sjá samtal við Anton í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert