Áfram bætti Jóhanna sig

Þrír íslenskir sundmenn voru skráðir til leiks í 50 metra …
Þrír íslenskir sundmenn voru skráðir til leiks í 50 metra baksundi í morgun. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Enginn Íslendingur komst áfram í undanúrslit á EM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Glasgow í Skotlandi í dag. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti sig hins vegar í 50 metra baksundi þar sem hún synti á tímanum 24,37 og hafnaði í 33. sæti af 53 keppendum.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti á tímanum 25,64 og hafnaði í 41. sæti. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti á tímanum 25,65 og hafnaði í 42. sæti en þær stöllur syntu allar saman í undanrásum í 50 metra baksundi.

Þá hafnaði Kristinn Þórarinsson í 47. sæti af 59 keppendum í 50 metra baksundi. Kristinn synti á tímanum 24,94 sem er talsvert frá hans besta en besti tími hans í greininni er 24,27.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert