Hlauparar létu veðrið ekki stöðva sig

Við rásmarkið í kvöld. Fólk mætti vel búið og lét …
Við rásmarkið í kvöld. Fólk mætti vel búið og lét veðrið ekki stoppa sig. Ljósmynd/Aðsend

Alls 380 hlauparar tóku þátt í fyrsta hlaupi ársins í hlaupaseríu FH og Bose í Hafnarfirði í kvöld. Hlaupararnir þurftu sannarlega að taka á honum stóra sínum, enda voru aðstæður mjög erfiðar, hríðarveður á köflum og víða nokkuð hált á hlaupaleiðinni.

Þátt­tak­end­ur fóru fimm kíló­metra leið frá íþrótta­hús­inu við Strand­götu, meðfram strand­lengj­unni og Norður­bakk­an­um. Síðan var snúið við á Herjólfs­götu og hlaupið til baka.

Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir fóru fimm kílómetrana hraðast í …
Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir fóru fimm kílómetrana hraðast í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Í karlaflokki sigraði Ingvar Hjartarson á tímanum 17:41, í öðru sæti varð Þórólfur Ingi Þórsson á 17:47 og þriðji varð Adrian Graczyk á 17:55.

Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 19:35, Verena Schnurbus var í öðru sæti á 20:11 og Arndís Ýr Hafþórsdóttir þriðja á 20:56 mín.

Aðstæðurnar voru krefjandi í Hafnarfirði í kvöld.
Aðstæðurnar voru krefjandi í Hafnarfirði í kvöld. Ljósmynd/Aðsend
Jón Ragnar Jónsson, söngvari og hlaupari, kom fjórði í mark …
Jón Ragnar Jónsson, söngvari og hlaupari, kom fjórði í mark í karlaflokki. Ljósmynd/Aðsend
Á spretti.
Á spretti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert