Tilbreyting að vera á heimavelli

Kári Gunnarsson náði sér ekki á strik á Reykjavíkurleikunum í …
Kári Gunnarsson náði sér ekki á strik á Reykjavíkurleikunum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Badmintonspilarinn Kári Gunnarsson er á meðal fyrstu Íslendinganna sem keppa á Reykjavíkurleikunum þetta árið.

Badmintonið var ein þeirra greina sem fóru af stað fyrir helgina en fyrri hluti leikanna verður í fullum gangi í dag og á morgun.

„RIG er mjög flott framtak. Mótið gefur stig á heimslista en er eitt þeirra sem gefa fá stig á heimslista miðað við sterkari alþjóðleg mót. Fyrir mig er rosalega skemmtilegt að keppa á heimavelli og hafa vini, fjölskyldu og fólk sem maður hefur þekkt alla ævi í kringum sig. Það getur verið einmanalegt fyrir Íslending að fara um heiminn og keppa í badminton. Ekki er sjálfgefið að fá stuðning á mótum erlendis,“ segir Kári í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert