Hnífjafnar úrslitarimmur

Ellert Georgsson, KR, og Nevena Tasic, Víkingi.
Ellert Georgsson, KR, og Nevena Tasic, Víkingi. Ljósmynd/Borðtennisdeild Víkings

Borðtennismót Reykjavíkurleikanna fór fram í TBR-íþróttahúsinu í Laugardal í gær í umsjón borðtennisdeildar Víkings. Keppt var í karla- og kvennaflokki en 20 karlar og átta konur mættu til leiks, þar á meðal gestir frá Grænlandi, Serbíu, Slóvakíu og Litháen.

Spilað var með einföldum útslætti og þurfti sigur í fjórum lotum til að vinna leik en Ellert Kristján Georgsson úr KR stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki eftir að hann lagði Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi að velli í úrslitum eftir framlengingu.

Nevena Tasic úr Víkingi vann svo í kvennaflokki en hún hafði naumlega betur í jöfnu úrslitaeinvígi þar sem hver lota vannst naumlega gegn Agnesi Brynjarsdóttur sem einnig er úr Víkingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert