Bergrún setti tvö af fjórum Íslandsmetum í Kaplakrika

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir rýkur af stað í 60 metra hlaupinu.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir rýkur af stað í 60 metra hlaupinu.

Fjögur Íslandsmet voru sett á fyrri keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í frjálsíþróttum innanhúss en það stendur yfir í Kaplakrika samhliða Meistaramóti Íslands innanhúss.

Ármenningurinn Hulda Sigurjónsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi sem hafði staðið frá árinu 2016 og var 10,19 metrar en hún kastaði í dag 10,33 metra.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir kom í mark í 60 metra hlaupi á 9,45 sekúndum en fyrra met hennar innanhúss var 9,48 seúndur og var það líka sett í Kaplakrika og hafði staðið frá árinu 2018.

Þá setti Patrekur Andrés Axelsson frá Ármanni nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi, 1:00,83 mínúta.

Loks setti Bergrún sitt annað met þegar hún varpaði kúlunni 9,43 metra.

Gömlu kempurnar Haukur Gunnarsson og Jón Oddur Halldórsson voru mættar …
Gömlu kempurnar Haukur Gunnarsson og Jón Oddur Halldórsson voru mættar í Kaplakrikann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert