Fjölnismenn sterkari í lokin

Fjölnismenn voru sterkari en SR-ingar.
Fjölnismenn voru sterkari en SR-ingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir vann sinn níunda sigur á leiktíðinni í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld er liðið lagði SR á útivelli, 5:2. Staðan fyrir síðustu lotuna var 2:2, en þar var Fjölnir sterkari. 

Styrmir Maack og Gunnlaugur Þorsteinsson skoruðu báðir fyrir SR í fyrstu lotunni, en þess á milli skoraði Michal Stoklosa fyrir Fjölni og var staðan eftir hana 2:1. Viktor Svavarsson skoraði eina mark annarrar lotu og jafnaði í 2:2. 

Úlfar Andrésson kom Fjölni yfir í fyrsta skipti í byrjun þriðju lotu og hann var aftur á ferðinni á 45. mínútu með annað markið sitt og fjórða mark Fjölnis. Viktor Svavarsson skoraði sitt annað mark í lokin og gulltryggði Fjölni 5:2-sigur. 

SA, sem hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, er í toppsætinu með 36 stig. Fjölnir kemur þar á eftir með 27 stig. SR er enn án stiga í botnsætinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert