Slegið af í fyrsta sinn síðan í stríðinu

Novak Djokovic fagnar á Wimbledon 2019 en hann vann mótið …
Novak Djokovic fagnar á Wimbledon 2019 en hann vann mótið í fyrra, annað árið í röð og í fimmta sinn á ferlinum. AFP

Forráðamenn Wimbledon-tennismótsins sem haldið er árlega í London tilkynntu fyrir stundu að mót ársins 2020 hafi verið slegið af vegna kórónuveirunnar.

Wimbledon-mótið, elsta og eitt þekktasta tennismót heims, átti að hefjast 29. júní í 134. skipti en það fór fyrst fram árið 1877 í London. Það er eina stórmótið í íþróttinni sem enn er leikið á grasvöllum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni á árunum 1940 til 1945 sem ekki er hægt að halda Wimbledon-mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert