Ekki ástæða til að láta sér leiðast

Af nógu er á að horfa.
Af nógu er á að horfa.

Ég læt mér ekki leiðast þótt íþróttir í beinni útsendingu séu af skornum skammti um þessar mundir. Ég finn aðrar leiðir til að fá minn íþróttaskammt. Sem betur fer eru hin ýmsu sambönd og félög orðin dugleg að setja efni á veraldarvefinn.

Í gær horfði ég á heimildarmynd um heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2014 í Brasilíu og skömmu áður heimildarmynd um HM kvenna í Frakklandi síðasta sumar og HM karla í Rússlandi sumarið 2018. FIFA hefur verið duglegt að dæla inn efni á Youtube.

Sömu sögu er að segja NFL-deildina í ruðningi. Einhverjir 10-15 leikir eru nú aðgengilegir þar í fullri lengd. Þar sem ég byrjaði ekki að fylgjast með NFL fyrr en fyrir örfáum árum, veit ég ekki hvernig stór hluti þessara leikja fór og því auðvelt fyrir mig að verða spenntur yfir þeim.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert