Nýtt tímabil fyrir ólympíulágmörkin

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er í hópi þeirra sem geta gert …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er í hópi þeirra sem geta gert sér auknar vonir um keppnisrétt á Ólympíuleikunum eftir að þeim var frestað um eitt ár. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt nýtt tímabil fyrir ólympíulágmörk þau sem munu gilda fyrir Ólympíuleikana 2020 sem fram fara í Tókýó sumarið 2021.

Vegna frestunar leikanna mun árangur sem næst frá 6. apríl til 30. nóvember á þessu ári ekki reiknast með í lágmörkunum fyrir leikana. Tímabilið fyrir lágmörkin hefst 1. desember og lýkur 29. júní sumarið 2021 en leikarnir hefjast 23. júlí í höfuðborg Japans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert