Ein besta íþróttakona heims mögulega hætt

Simone Biles er ein besta íþróttakona sögunnar.
Simone Biles er ein besta íþróttakona sögunnar. AFP

Hin bandaríska Simone Biles, besta fim­leika­kona heims og fjór­fald­ur ólymp­íu­meist­ari, gæti verið hætt keppni. Viðurkenndi hún í samtali við Wall Street Journal að þátttaka hennar á Ólympíuleikunum í Tókýó væri í óvissu, nú þegar þeim hefur verið frestað um eitt ár. 

Biles hefur æft stíft síðustu mánuði í undirbúningi fyrir leikana, en þeir áttu að fara fram í sumar. Bjuggust flestir við að hún myndi verja ólympíumeistaratitilinn. Ætlaði Biles að hætta eftir leikana, en nú er óljóst hvort hún mætir til keppni í Tókýó.

„Ég hef ekki ákveðið neitt enn þá,“ sagði Biles. Hefur hún áður talað um álagið sem fylgir því að vera í fremstu röð í íþróttinni í áraraðir og að líkaminn sé búinn að fá nóg.

Þá vill hún komast frá bandaríska fimleikasambandinu, þar sem sambandið hefur ekki enn framkvæmt sjálfstæða rannsókn á kynferðisbrotum læknisins Larrys Nassars. Braut Nassar á Biles og yfir 100 öðrum fimleikakonum og var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir vikið. 

Sam­bandið sætt­ist á að greiða sam­tals 215 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í skaðabæt­ur, sem varð á end­an­um til þess að sam­bandið varð gjaldþrota árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert