Íþróttafélög nýta sér hlutabótaleiðina

KSÍ nýtir sér hlutabótaleiðina.
KSÍ nýtir sér hlutabótaleiðina. mbl.is//Hari

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur birt lista yfir þau fyr­ir­tæki sem gert hafa sam­komu­lag við starfs­fólk sitt um minnkað starfs­hlut­fall og þar með nýtt svo­kallaða hluta­bóta­leið. 

Í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að á und­an­förn­um dög­um hafi verið uppi krafa um að hún birti list­ann. Ákallið er sagt skilj­an­legt enda séu mikl­ir efna­hags­leg­ir hags­mun­ir í húfi. 

Tekið er fram að til að tryggja per­sónu­vernd hafi stofn­un­in ákveðið að birta lista aðeins með nöfn­um þeirra fyr­ir­tækja sem staðfest hafi sam­komu­lag um minnkað starfs­hlut­fall við sex starfs­menn eða fleiri.

Eins og annars staðar í samfélaginu hefur hallað á íþróttafélög hér á landi og nokkur íþróttafélög og deildir innan þeirra hafa nýtt sér leiðina. Þá hefur KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, einnig nýtt sér leiðina. 

Eftirfarandi íþróttafélög og deildir innan þeirra hafa nýtt sér leiðina:

Fimleikadeild Ármanns, Fimleikadeild Fylkis, Fimleikadeild Gróttu, Fimleikadeild UMF Selfoss, Fimleikafélag Akureyrar, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélagið Björk, Knattspyrnudeild FH, Knattspyrnudeild Fylkis, Knattspyrnudeild KA, Knattspyrnudeild UMFG, Knattspyrnudeild UMF Selfoss, Knattspyrnufélag Akureyrar, Knattspyrnufélagið Haukar, Knattspyrnufélagið Valur, Knattspyrnufélagið Víkingur, Knattspyrnufélagið Þróttur, Handknattleiksfélag Kópavogs, Ungmennafélagið Breiðablik, Ungmennafélagið Fjölnir, Ungmennafélagið Sindri, Ungmennafélagið Stjarnan, Íþróttafélagið Gerpla, Íþróttafélagið Grótta, Íþróttafélagið Þór og ÍBV-Íþróttafélag. 

Listann má sjá í heild sinni hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert