Keppnisbann Rússa tekið fyrir í nóvember

Merki Ólymp­íu­leik­anna sem haldn­ir voru í Moskvu árið 1980.
Merki Ólymp­íu­leik­anna sem haldn­ir voru í Moskvu árið 1980. AFP

Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, í Sviss mun taka fyrir fjögurra ára keppnismann Rússa frá öllum stórum íþróttaviðburðum ef þeir voru úrskurðaðir í bannið af WADA, Alþjóðalyfjanefndinni, í desember á síðasta ári.

Samkvæmt úrskurðinum geta Rússar ekki keppt undir sínum fána á stórum íþróttaviðburðum eins og Ólympíuleikunum í Tókýó og heimsmeistarakeppni karla í Katar. Rúss­neskt íþrótta­fólk sem get­ur sannað sak­leysi sitt gagn­vart lyfja­hneyksli Rússa má hins veg­ar keppa und­ir hlut­laus­um fána. Rúss­neska lyfja­eft­ir­litið, Rusada, ákvað að áfrýja dómnum og mun því CAS taka hana fyrir í nóvember en niðurstaða dómstólsins verður bindandi.

Ástæðan fyr­ir bann­inu er sú að lyfja­nefnd Rússa var úr­sk­urðuð van­hæf eft­ir að hafa átt við gögn um lyfja­próf sem af­hent voru rann­sak­end­um. Þau gögn þurftu Rúss­ar að af­henda WADA í kjöl­farið á að þeim var leyft að keppa á ný árið 2018, eft­ir að hafa áður fengið þriggja ára keppn­is­bann vegna lyfja­hneyksl­is­ins sem op­in­berað var í land­inu árið 2015.

Alls kepptu 168 Rúss­ar und­ir hlut­laus­um fána á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Suður-Kór­eu árið 2018. Rúss­ar hafa verið í banni hjá Alþjóðafrjálsíþrótta­sam­band­inu frá ár­inu 2015

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert