Sjö íslensk félög eiga fulltrúa á EM

Stjarnan varð Norðurlandameistari 2017.
Stjarnan varð Norðurlandameistari 2017.

Landsliðsþjálfarar íslensku hópfimleikaliðanna hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Kaupmannahöfn á næsta ári. Alls mun 71 keppandi frá sjö mismunandi félögum mæta til leiks fyrir Íslands hönd. 

Ísland sendir á mótið tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og blandað lið fullorðinna og tvö í unglingaflokki, stúlknalið og blandað lið unglinga. Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur

Gerpla er með flesta landsliðsmenn eða 28 og 26 koma frá Stjörnunni. Selfoss kemur þar á eftir með ellefu landsliðsmenn. 

Landsliðshópana má sjá með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert