Ellefta Íslandsmet Vigdísar

Vigdís Jónsdóttir bætti eigið Íslandsmet.
Vigdís Jónsdóttir bætti eigið Íslandsmet. Ljósmynd/University of Memphis

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á níunda Origo-mótinu sem fram fór í Kaplakrika í dag. Vigdís kastaði 62,69 metra og bætti eigið Íslandsmet um 11 sentímetra.

Fyrra metið var um tveggja vikna gamalt en Vigdís átti það sjálf og var hún að bæta Íslandsmetið í þriðja sinn í sumar og í tólfta skiptið í heildina.

Vigdís er því greinilega í mjög góðu formi og verður hún á meðal þátttakenda á Meistaramótinu sem fer fram á Þórsvelli 25. og 26. júlí á Þórsvelli, Akureyri. Þar verður einnig hennar helsti keppinautur, Elísabet Rut Rúnarsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert