Víkingar atkvæðamiklir á Íslandsmótinu

Anna Soffía Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir fögnuðu sigri í …
Anna Soffía Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir fögnuðu sigri í kvennaflokki. Ljósmynd/Tennissamband Íslands

Víkingar voru atkvæðamiklir á Íslandsmótinu í liðakeppni í tennis sem fram fór í Víkinni í Fossvogi og lauk í gær. Alls voru tæplega 90 keppendur skráðir til leiks og kepptu þeir fyrir 33 mismunandi lið. 

Yngsti keppandi mótsins var einungis 7 ára gamall og sá elsti 67 ára gamall. Yfir 100 leikir fóru fram en Víkingar vann til flestra gullverðlauna eða sjö talsins, Tennisfélag Kópavogs vann til þrennra gullverðlauna og Tennisdeild Fjölnis til tveggja.


Meistaraflokkur kvenna:

1. Anna Soffía Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir, Tennisfélag Kópavogs
2. Kristín Inga Hannesdóttir og Rán Christer, Víking

Meistaraflokkur karla:

1. Björgvin Júlíusson, Raj K. Bonafacius, Rúrik Vatnarsson, Ömer Daglar Tanrikulu, Víkingi
2. Hjalti Pálsson og Kjartan Pálsson, Fjölni
3. Clifford Nacario, Laurent Jegu, Valdimar Eggertsson, Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur

Sigurvegara í öðrum flokkum má sjá með því að smella hér.

Björgvin Júlíusson, Raj K. Bonafacius, Rúrik Vatnarsson, Ömer Daglar Tanrikulu …
Björgvin Júlíusson, Raj K. Bonafacius, Rúrik Vatnarsson, Ömer Daglar Tanrikulu fögnuðu sigri í karlaflokki. Ljósmynd/Tennissamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert