Nýjar reglur um sóttvarnir í handbolta og körfu

mbl.is/Kristinn Magnusson

Handknattleiks- og körfuknattleikssambönd Íslands hafa gefið út sameiginlegar reglur til aðildarfélaga sinna um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna kórónuveirunnar. Mikilvægt er að félögin kynni sér reglurnar vel svo vel takist að æfa og keppa íþróttirnar á komandi keppnistímabili.

Íþróttasamband Íslands og heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest reglurnar sem tóku gildi í gær en þær má finna með því að smella hér. Reglurnar gilda um allar æfingar og æfingaleiki iðkenda sem fæddir eru árið 2004 og fyrr og er þar kveðið á um ýmsar takmarkanir á framkvæmd þeirra.

Til dæmsi er áhorfendum stranglega bannað að mæta á æfingar og þá eiga keppendur ekki að nota búningsklefa heldur mæta fullbúnir til leiks. Þá eiga þeir ekki að deila drykkjarföngum og skal viðhalda tveggja metra reglunni eins og kostur er, m.a. á varamannabekkjum liða.

Einnig eru íþróttamenn hvattir til að lágmarka aðra þætti daglegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu. Leikmenn, þjálfarar og dómarar ættu því að lágmarka samskipti við aðra eins og kostur er.

Úrvalsdeildir karla og kvenna í báðum keppnum eiga að hefjast í september og byrjun október. Í handboltanum byrjar Olísdeild karla 10. september og deild kvenna 12. september. Dominos-deild kvenna í körfubolta á að hefjast þann 23. og svo byrjar karladeildin fyrsta október.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert