Spennandi verkefni hjá Antoni Sveini

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég keppti síðast fyrir alvöru í desember á síðasta ári. Ég gæti ekki verið spenntari,“ sagði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Anton var þá staddur á flugvellinum í München og beið eftir flugi til Budapest en hann mun á næstunni keppa í atvinnumannadeild í sundi í Ungverjalandi. Deildin var stofnuð í fyrra og keppir Anton Sveinn fyrir Toronto Titans í Kanada.

„Það má segja að þetta sé á vissan hátt framhald af þeirri stemningu sem maður kynntist í háskólakeppnunum í Bandaríkjunum. Þá keppti maður fyrir lið og stigin sem maður fékk skiptu máli fyrir skólann og skólaliðið. Ég mun leggja mig allan fram til að hjálpa liðinu í á mótunum í Ungverjalandi,“ sagði Anton en um leið fær hann tækifæri til að sjá hvar hann stendur á þessum tímapunkti.

„Ég er mjög heppinn að vera í þeirri stöðu að hafa náð ólympíulágmarkinu. Ég þarf því ekki að stóla á að komast í einhver mót á næsta ári til að reyna við lágmarkið. Ég gæti hins vegar ekki verið ánægðari með að fá tækifæri til að keppa núna til að sjá hvar ég stend. Það er auðvitað ekki það sama að æfa og keppa. Maður þarf að keppa reglulega til að komast í keppnisform. Þetta verður því gott stöðumat. Í framhaldinu mun maður skoða hvernig frammistaðan var og í janúar byrjar væntanlega sex mánaða æfingatörn fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.“

Sjáðu viðtalið við Anton í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert