Maradona látinn

Diego Armando Maradona er látinn. Argentínski fjölmiðilinn Clarín greinir frá. Hann lést í bænum Tigre úr hjartaáfalli að því er talið. Hann hefur haft hægt um sig undanfarið og haldið til á heimili sínu í Tigre eftir heilaskurðaðgerð sem hann gekkst undir nýverið.

Maradona var einn dáðasti knattspyrnumaður allra tíma og lék hann meðal annars með Napoli á Ítalíu, Barcelona á Spáni og Boca Juniors í Argentínu. 

Hann vann meðal annars HM í knattspyrnu 1986 með argentínska landsliðinu, Evrópudeildina og ítölsku efstu deildina með Napoli, spænska bikarinn og spænsku deildina með Barcelona svo aðeins sé imprað á örfáu sem þessi magnaði leikmaður afrekaði um ævina. 

Diego Maradona var einn dáðasti knattspyrnumaður allra tíma.
Diego Maradona var einn dáðasti knattspyrnumaður allra tíma. AFP

Glæstur ferill

Maradona var fæddist þann 30. október 1960 í bænum Lanús í útjaðri Buenos Aires og var hann því nýorðinn sextugur. Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá liðinu Argentinos Juniors árið 1976, fór því næst til Boca Juniors árið 1981 og þaðan til Barcelona ári síðar. 

Hjá Barcelona varð Maradona heimsþekktur og keppti hann fyrst fyrir hönd Argentínu í heimsmeistarakeppni sama ár og hann gekk til liðsins, 1982. Það var svo árið 1984 sem hann gekk til liðs við Napoli á Ítalíu og var hann þar til ársins 1991, þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni.

Eftir að hafa spilað með argentínska liðinu Newell's Old Boys sneri Maradona svo aftur til Boca Juniors þar sem hann spilaði þar til hann settist í helgan stein árið 1997. Hann spilaði 491 keppnisleik á ferlinum með félagsliðum og skoraði í þeim 259 mörk

Tók þátt í fótbolta til hinstu stundar

Maradona var ekki einungis goðsagnakenndur leikmaður heldur líka farsæll þjálfari. Hann hóf þjálfaraferil sinn árið 1994 með liðinu Textil Mandiyú áður en hann þjálfaði svo fleiri lið innan Argentínu. Þjálfaraferill Maradona náði svo hámarki árin 2008 til 2010 þegar hann þjálfaði landslið Argentínu. Argentína hafnaði í fimmta sæti heimsmeistarakeppninnar undir stjórn Maradona í Suður-Afríku árið 2010.

Maradona þjálfaði argentínska liðið Gimnasia de la Plata til frá árinu 2019 til dauðadags.

Maradona í upphafi úrslitaleiks HM 1986 í Mexíkó. Argentína vann …
Maradona í upphafi úrslitaleiks HM 1986 í Mexíkó. Argentína vann Vestur-Þýskaland með þremur mörkum gegn tveimur. AFP

Litríkt einkalíf

Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir snilli sína inni á vellinum var Maradona einnig þekktur fyrir það sem hann gerði utan vallar. Allt frá árinu 1981 var kókaínfíkn Maradona vel þekkt vandamál. Í gegnum mestallan leikmannaferil sinn glímdi Maradona við eiturlyfjafíkn sem hann losnaði ekki við fyrr en á efri árum. 

Þá var Maradona þekktur fyrir að viðra sínar pólitísku skoðanir við hvern þann sem heyra vildi. Hann var fyrst um sinn stuðningsmaður nýfrjálshyggjumannsins Carlos Menem á meðan hann sat á forsetastóli í Argentínu áður en Maradona sveiflaðist í átt að vinstri væng stjórnmálanna.

Hann varð góður vinur Fidels Castro, einræðisherra Kúbu, og studdi Hugo Chavez, forseta Vensúela. Maradona barðist ætíð nýlenduhyggju og gagnrýndi meðal annars George Bush yngri, forseta Bandaríkjanna, iðulega.

Maradona var ekki einungis snillingur inn á vellinum heldur einnig …
Maradona var ekki einungis snillingur inn á vellinum heldur einnig utan vallar. Hann náði markverðum árangri sem þjálfari bæði lands- og félagsliða. AFP
Maradona og Fidel Castro árið 2013.
Maradona og Fidel Castro árið 2013. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert