Gríðarlega mikill skellur

Hörður Axel Vilhjálmsson í leik gegn Slóvakíu í febrúar.
Hörður Axel Vilhjálmsson í leik gegn Slóvakíu í febrúar. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik verður án Hauks Helga Pálssonar þegar liðið mætir Lúxemborg í Bratislava í Slóvakíu í forkeppni HM 2023 í dag.

Þá verður Haukur Helgi einnig fjarverandi þegar Ísland og Kosovó mætast í Bratislava á laugardaginn kemur, 28. nóvember, en Haukur átti að koma til móts við landsliðið í gær en af því varð ekki þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni.

Íslenska liðið er með 3 stig í öðru sæti B-riðils, stigi minna en Kosovó, en tvö efstu liðin fara áfram í undankeppni HM sem hefst í ágúst á næsta ári.

„Ég er með góða tilfinningu fyrir þessu og við erum á góðum stað að mínu mati,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði íslenska liðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær.„Við erum bara að einblína á leikinn gegn Lúxemborg á þessum tímapunkti og síðustu dagar hafa í raun bara farið í það að ná upp ákveðnum takti og flæði.

Við hugsum fyrst og fremst um það að vera klárir og tilbúnir í slaginn þegar á hólminn er komið, bæði andlega og svo líkamlega auðvitað enda orðið ansi langt síðan margir af okkur spiluðu síðast alvörukeppnisleik. Við erum með betra lið en þeir að mínu mati og þetta er leikur sem við eigum að vinna, svo einfalt er það,“ bætti Hörður Axel við.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert