Stundum þarf að taka nokkur skref til baka

Þóra Kristín Jónsdóttir og Magdalena Gísladóttir tókust á þegar Fjölnir …
Þóra Kristín Jónsdóttir og Magdalena Gísladóttir tókust á þegar Fjölnir og Haukar mættust í fyrsta leiknum eftir 100 daga hlé á Íslandsmótinu í körfubolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var svo innilega ánægjulegt að sjá úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik fara af stað á nýjan leik í vikunni sem er að líða. Konurnar riðu á vaðið á miðvikudaginn og karlarnir fóru svo af stað á fimmtudaginn. Það var ögn meiri spenna karlamegin en þrír af fjórum leikjum fimmtudagsins voru sannkallaðir „naglbítar“ þar sem úrslitin réðust annaðhvort á lokamínútunum eða lokasekúndunum.

Úrvalsdeild kvenna í handknattleik hefst svo í dag með fimm leikjum en einhver bið er á því að úrvalsdeild karla fari af stað vegna HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Heimsmeistaramótið hófst einmitt á miðvikudaginn og fyrsti leikur íslenska liðsins var á fimmtudaginn. Þótt úrslitin hafi ekki verið Íslandi í hag gegn Portúgal er ég nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldinu á mótinu og gengi íslenska landsliðsins.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert