Gefast upp vegna fjárhagsörðugleika

„Ísland er því miður á eftir öðrum löndum þegar kemur að íþróttum,“ sagði Sigurður Unnar Hauksson, margfaldur Íslandsmeistari í skotfimi og landsliðsmaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sigurður Unnar kemur úr mikilli veiðifjölskyldu en hann byrjaði að æfa skotfimi með haglabyssu þegar hann var fimmtán ára gamall.

Síðan þá hefur hann keppt reglulega fyrir Íslands hönd á erlendri grundu, ásamt því að vera Íslandsmethafi í unglingaflokki, fullorðinsflokki og í liðakeppni hér á landi.

„Ég hef þurft að hafa mikið fyrir hlutunum í minni íþrótt en á sama tíma er ég mjög þakklátur Skotíþróttasambandi Íslands og öllu því sem þeir hafa gert fyrir mig,“ sagði Sigurður Unnar.

„Manni finnst samt að það ætti vera hægt að gera meira en þannig er það bara í öllum íþróttum, sérstaklega í þessum minni greinum þar sem það er minna fjármagn í boði.

Ég held að það séu nokkur dæmi um að íþróttafólk hættir bara af því það hefur ekki fjármagn til þess að stunda sína íþrótt,“ sagði Sigurður Unnar.

Viðtalið við Sigurð Unnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert