Nýr heimsmeistari í þungavigt

Oleksandr Usyk slær Anthony Joshua í gær.
Oleksandr Usyk slær Anthony Joshua í gær. AFP

Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk tryggði sér þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt í hnefaleikum er hann vann Bretann Anthony Joshua eftir dómaraúrskurð í gærkvöldi. Kapparnir börðust á Tottenham-vellinum í London.

Usyk byrjaði mun betur en Joshua átti fínar lotur um miðbik bardagans. Úkraínumaðurinn var hinsvegar sterkari á lokakaflanum og vann að lokum verðskuldaðan sigur.

Hann er nú handhafi IBF, WBA og WBO-heimsmeistaratitlanna. Tyson Fury er handhafi WBC og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Fury mætir Deontay Wilder í þriðja sinn þann 9. október næstkomandi.

Usyk hefur unnið alla 19 bardaga sína, þar af 13 með rothöggum. Joshua hefur unnið 24 og tapað tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert