Öskubuskuævintýri Sherrock heldur áfram

Fallon Sherrock heldur áfram að koma á óvart.
Fallon Sherrock heldur áfram að koma á óvart. Ljósmynd/PDC

Englendingurinn Fallon Sherrock, besta pílukona heims, heldur áfram að slá í gegn í pílukastsheiminum. Í kvöld tryggði hún sér sigur gegn hinum austurríska Mensur Suljovic í 16-manna úrslitum Grand Slam-mótsins í pílukasti.

Sherrock sigraði Suljovic einnig á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace árið 2019. Í kvöld lenti hún 2:0 undir í settum en kom stöðunni í 3:2 sér í hag og endaði á að vinna leikinn örugglega 10:5. 

Í 8-manna úrslitunum mætir hún heimsmeistaranum Peter Wright en hann vann 10:9 sigur á Jose de Sousa í æsispennandi leik. Michael Smith, Gerwyn Price, Rob Cross, James Wade og Jonny Clayton eru einnig komnir áfram en í kvöld skýrist svo hvort Michael van Gerwen eða Gary Anderson bætist í hópinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert