Ýmist þaulsetin eða hástökkvarar

Í milliriðli er aðeins einn knapi inn á vellinum í …
Í milliriðli er aðeins einn knapi inn á vellinum í einu og öll augu dómaranna hvíla þá á keppandanum allan tímann meðan á sýningunni stendur. Ljósmynd/ Óla mynd

Nú er orðið ljóst hvaða börn og unglingar keppa til úrslita á Landsmóti hestamanna 2022.

Kristín Eir Hauksdóttir situr sem fastast í efsta sæti í barnaflokki á gæðingnum sínum Þyt frá Skáney. Þau hlutu einkunnina 8,83 eftir sýningu sína í milliriðli. Það er einkunn sem myndi almennt duga til úrslita í hvaða flokki sem er.

Haukur Orri Bergmann kemur annar inn í úrslitin á hestinum Hnokka frá Reykhólum og Fríða Hildur Steinarsdóttir er í því þriðja á merinni Framsókn frá Austurhlíð 2.

Elva og Hraunar upp um sex sæti

Þá liggur jafnframt fyrir hverjir keppa til úrslita í unglingaflokki, en Elva Rún Jónsdóttir og Hraunar frá Vorsabæ II stukku úr sjöunda sæti í það fyrsta eftir sýningu sína í milliriðli, með einkunnina 8,61. 

Önnur inn í úrslit í unglingaflokki er Glódís Líf Gunnarsdóttir á hestinum Goða frá Ketilsstöðum og sú þriðja er Svandís Aitken Sævarsdóttir á merinni Fjöður frá Hrísakoti, en þær voru í efsta sæti eftir forkeppni.

Töltið hefst í kvöld

Á morgun fara fram milliriðlar í ungmenna- og  meistaraflokkum. Forkeppni í tölti fer fram klukkan sjö í kvöld að undangenginni forkeppni í fimmgangi.

Mikil eftirvænting er fyrir töltinu og margir spekingarnir hafa teflt fram sínum spám fyrir úrslitin í því. Mestar væntingar hvíla á Árna Birni Pálssyni og Ljúf frá Torfunesi, en hópurinn er afspyrnu sterkur á blaði, þó það velti allt á því pörunum þeim tekst að sýna í kvöld og svo aftur í úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert