„Djöfulsins fáviti er þetta“

„Ertu ekki að grínast?“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Arnar, sem er 31 árs gamall, var sakaður um að svindla í Víðavangshlaupi ÍR árið 2015 þegar hann átti að hafa stytt sér leið í hlaupinu.

Arnar þvertók fyrir það en mikið fjölmiðlafár skapaðist í kringum langhlauparann á þessum tíma.

„Ég tók þessa umræðu aldrei inn á mig því ég vissi að ég væri með hreina samvisku,“ sagði Arnar.

„Þetta er einhver mesti lærdómur sem ég hef öðlast og það sem ég tók einna helst út úr þessu var í raun bara það að álit annarra, í þriðja og fjórða hring, skiptir engu máli.“

„Á sama tíma var líka erfitt að láta þetta ekki hafa áhrif á sig og ég var alveg kominn í það líka, þegar að ég horfði á myndbandið, að hugsa djöfulsins fáviti er þetta,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert