Blandaða liðið í 5. sæti – keppa í úrslitum á föstudag

Íslenska liðið sýndi fallegar æfingar á gólfi.
Íslenska liðið sýndi fallegar æfingar á gólfi. Ljósmynd/Fjóla Þrastardóttir

Blandað unglingalið Íslands í hópfimleikum hafnaði í 5. sæti í undanúrslitum á EM í Lúxemborg í dag.

Venjulega fara sex efstu liðin í úrslit, en þar sem aðeins sex lið tóku þátt í blönduðum flokki keppa öll liðin aftur í úrslitum á föstudaginn kemur. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í úrslitum Portúgal á síðasta ári.

Ísland byrjaði á dýnu en náði ekki fram sínu besta þar. Að lokum fékk liðið 11,950 stig. Eftir það tók við trampólín sem gekk betur. Flottar æfingar skiluðu íslenska liðinu 15,200 stigum.

Blandaða liðið í keppninni í dag.
Blandaða liðið í keppninni í dag. Ljósmynd/Fjóla Þrastardóttir

Lokaæfing íslenska liðsins var á gólfi, þar sem liðið framkvæmdi fallegar og vel heppnaðar æfingar án teljandi mistaka. Úr varð hæsta einkunn Íslands í undanúrslitum, eða 16,650 stig.

Ísland var aðeins 0,50 stigum frá Noregi í fjórða sæti á meðan Svíþjóð, Danmörk og Bretland voru nokkuð á undan næstu liðum í þremur efstu sætunum. Bæti íslenska liðið sig á dýnunni í úrslitum á föstudag gæti liðið barist um verðlaun. 

Heildarúrslit:

  1. Svíþjóð 51,250
  2. Danmörk 50,500
  3. Bretland 49,150
  4. Noregur 43,850
  5. Ísland 43,800
  6. Eistland 42,100

Úrslit í einstökum æfingum:

Trampólín: Svíþjóð 16,900 stig,Danmörk 16,600, Bretland 16,200, Ísland 15,200, Noregur 14,750, Eistland 14,150.

Dýna: Danmörk 16,850 stig, Svíþjóð 16,600, Bretland 16,450, Eistland 14.800 Noregur 13,900, Ísland 11,950.

Gólf: Svíþjóð 18,250 stig, Danmörk 17,050, Ísland, 16,650 Bretland 16,500, Noregur 15.200 Eistland 13,150.

Blandað lið Íslands hafnaði í fimmta sæti.
Blandað lið Íslands hafnaði í fimmta sæti. Ljósmynd/Fjóla Þrastardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert