Gerum okkur vonir um og stefnum á fyrsta sæti

Íslenska kvennaliðið leikur listir sínar á mótinu í gær.
Íslenska kvennaliðið leikur listir sínar á mótinu í gær. Ljósmynd/Fjóla Þrastardóttir

Öll fimm lið Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum keppa í úrslitum í dag og á morgun, eftir að karla- og kvennalið fullorðinna tryggðu sér sæti á meðal þeirra bestu í gær. Drengja- og stúlknalið Íslands höfðu þegar tryggt sér sæti í úrslitum, eins og blandað lið ungmenna.

„Þetta fór nákvæmlega eins og við vildum að það myndi fara,“ sagði Ásta Kristinsdóttir, sem er mikilvægur hlekkur í fullorðinsliði kvenna, í samtali við Morgunblaðið eftir að liðið tryggði sér þriðja sæti í undanúrslitum og sæti í úrslitum í leiðinni.

Ísland var ekki aðeins með þriðja besta árangur allra í gær, heldur einnig næstflest stig í tveimur af þremur áhöldum. Aðeins Svíþjóð fékk fleiri stig á gólfæfingum og dýnu, en Ísland var með fjórða besta árangur allra á trampólíni.

Eigum helling inni

„Við eigum helling inni í öllum greinunum. Það er flott að fara í úrslitin og eiga ýmislegt inni í öllum áhöldum. Við viljum toppa í úrslitunum, en ekki undanúrslitum. Undanúrslitin snúast um að prófa sig áfram í höllinni og með áhorfendum. Á laugardaginn (á morgun) gefum við allt í þetta,“ sagði Ásta, sem var í úrvalsliði EM í Portúgal á síðasta ári, þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert