Hafa verið á hlaupum í sólarhring

Sex lögðu af stað klukkan níu en fjórir eru eftir.
Sex lögðu af stað klukkan níu en fjórir eru eftir. Ljósmynd/Bakgarður Náttúruhlaupa

Fjórir keppendur í Bak­g­arðs Nátt­úru­hlaupinu í Heiðmörk hafa nú verið á hlaupum í rúman sólarhring.

Í bak­g­arðshlaup­inu hlaupa þátttakendur 6,7 kíló­metra hring á hverj­um klukku­tíma og er hver hring­ur ræst­ur á heila tím­an­um. Sá sem hleyp­ur flesta hringi stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari en hann er sá eini sem klár­ar hlaupið. Eins og segir eru nú fjórir keppendur eftir en í byrjun hlaupsins voru þeir 211.

Klukkan níu í morgun hófu keppendur sinn tuttugasta og fimmta hring. Sex fóru af stað en fjórir eru nú eftir í brautinni.

Eftir eru:

Marlena Radziszewska

Sif Sumarliðadóttir

Guðjón Sigurðsson

Kristján Svanur Eymundsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert