Tveir keppendur eftir

Kristján Svan­ur Ey­munds­son og Mar­lena Radziszewska eru tvö eftir.
Kristján Svan­ur Ey­munds­son og Mar­lena Radziszewska eru tvö eftir. Ljósmynd/Bak­g­arðs Nátt­úru­hlaup­ið

Nú eru tveir keppendur eftir í Bak­g­arðs Nátt­úru­hlaup­inu í Heiðmörk, það eru þau Mar­lena Radziszewska og Kristján Svan­ur Ey­munds­son. Hlaupa þau núna sinn 28. hring.

Í Bak­g­arðshlaup­inu hlaupa þátttakendur 6,7 kíló­metra hring á hverj­um klukku­tíma og er hver hring­ur ræst­ur á heila tím­an­um. Sá sem hleyp­ur flesta hringi stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari en hann er sá eini sem klár­ar hlaupið.

Hlaupið var ræst klukkan níu um morgun í gær. Hafa keppendurnir tveir því nú verið á hlaupum í rúman sólarhring.

Sif Sum­arliðadótt­ir hafnaði í þriðja sæti en hún kláraði 26. hringinn og hljóp því 174,3 kílómetra.

Sif Sum­arliðadótt­ir hafnaði í þriðja sæti.
Sif Sum­arliðadótt­ir hafnaði í þriðja sæti. Ljósmynd/Bak­g­arðs Nátt­úru­hlaup­ið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert