Einstakt að upplifa þetta með föður sínum

„Ég man að ég spurði pabba hvort ég gæti orðið Íslandsmeistari og hann sagði bara nei,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

Sveinbjörn, sem er 33 ára gamall, varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2012 en hann byrjaði að æfa íþróttina 18 ára gamall undir handleiðslu föður síns.

„Pabbi á mjög stóran þátt í að ögra og hvetja mig áfram,“ sagði Sveinbjörn.

„Við vorum mjög oft pirraður út í hvorn annan en þetta snérist alltaf um árangur hjá okkur báðum og ástríðan var mjög mikil. 

Það var í raun einstakt að fá að upplifa þetta allt með föður sínum,“ sagði Sveinbjörn meðal annars.

Viðtalið við Sveinbjörn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert