Bætti heimsmetið um 30 sekúndur

Kelvin Kiptum sló heimsmet í dag.
Kelvin Kiptum sló heimsmet í dag. AFP

Kelvin Kiptum setti nýtt heimsmet í maraþoni í dag en hann kom í mark á tímanum 2 klukkustundir og 35 sekúndur.

Maraþonhlauparar keppast við að reyna ná að hlaupa maraþon á innan við tveimur klukkustundum.

Hlaupið í dag var í borginni Chicago í Bandaríkjunum en Kelvin bætti metið um rúmar 30 sekúndur en Eliud Kipchoge átti fyrra heimsmetið. Eftir hlaupið sagði Kiptum að hann hafi ekki ætlað sér að slá heimsmet í dag en það breyttist um mitt hlaup þegar hann var í góðum gír.

Kiptum er 23 ára gamall og fyrir um tíu mánuðum síðan hafði hann aldrei hlaupið maraþon áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert