Norris sigraði í Singapúr

Lando Norris að fagna í dag.
Lando Norris að fagna í dag. AFP/Mohd Rasfan

Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1, sigraði keppnina í Singapúr í dag og Hollendingurinn Max Verstappen ökumann Red Bull lenti í öðru.

Nú munar aðeins 52 stigum á Verstappen og Norris þegar sex keppnir eru eftir og möguleiki að fá 180 stig.

Daniel Ricciardo stal hraðasta hringnum af Norris undir lokinn svo Norris fékk ekki auka stig fyrir það.

Í liðakeppninni er McLaren með 516 stig og Red Bull þar á eftir með 475 stig. Í þriðja sæti er svo Ferrari með 441 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert