Verstappen vill fá að blóta

Max Verstappen.
Max Verstappen. AFP/Lillian Suwanrumpha

Hollenski ökumaðurinn, Max Verstappen, í Formúlu 1 var ósáttur með refsinguna sem hann fékk fyrir að blóta á blaðamannafundi Alþjóðlegu aksturssamtakanna á dögunum.

Alþjóðlegu aksturssamtökin (FIA) skipuðu Verstappen að sinna samfélagsvinnu en samtökin eru að reyna að fækka blóts­yrðum í keppnum.

Á blaðamannafundi aksturssamtakanna í gær svaraði hann með stuttum svörum og hélt svo annan blaðamannafund fyrir utan herbergið.

„Mér finnst þetta fáránlegt svo af hverju ætti ég að svara með heilum setningum? Það er mjög auðvelt að fá sekt eða einhvers konar refsingu svo ég vil helst ekki tala mikið og spara röddina.

Við getum tekið viðtölin annars staðar ef þig vantar svör,“ sagði Verstappen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert