Ekkert spurst til ólympíufarans í tvær vikur

Odile Ahouanwanou er tvöfaldur ólympíufari.
Odile Ahouanwanou er tvöfaldur ólympíufari. Ljósmynd/Heimasíða Ólympíuleikanna

Ekkert hefur spurst til sjöþrautakonunnar Odile Ahouanwanou í tvær vikur eða frá því að hún skutlaði syni sínum á leikskóla 10. september.

Hún sótti aldrei drenginn og er hún ófundin. Ahouanwanou, sem er upprunalega frá Benín, hefur lengi búið í Frakklandi.

Hún keppti í sjöþraut fyrir Benín á Ólympíuleikunum í London 2012 og aftur í Tókýó árið 2021. Þá hafnaði hún í áttunda sæti á HM í Dóha árið 2019. 

Samkvæmt frétt L'Équipe er ekki útilokað að Ahouanwanou hafi farið sjálfviljug í felur, en málið er til rannsóknar hjá frönsku lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert