Ingólfur í öðru sæti í Bandaríkjunum

Ingólfur Andrason í Bandaríkjunum.
Ingólfur Andrason í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Aðsend

Akstursíþróttamaðurinn Ingólfur Arnarsson hafnaði í öðru sæti á móti í mótaröðinni Mid West Drag Racing Series í spyrnu í bænum Ferris í útjaðri Dallas í Texas um síðustu helgi.

Ingólfur tók þátt í svokölluðum Extreme Dragster-flokki og hófust tímatökur á föstudagskvöldinu. 

Ingólfur náði besta tímanum degi síðar og fór áfram í úrslitakeppni á milli átta efstu keppenda. 

Ingólfur komst síðan alla leið í úrslit en hann sló Bryan Bennett út í undanúrslitum. 

Í úrslitaeinvíginu mætti Ingólfur síðan Lee Ramey sem hafði betur og vann mótið. Besti tími Ingólfs kom á laugardeginum en þá keyrði hann 3,83 sekúndur á 309 km/klst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka