Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fremsta sundkona landsins undanfarin ár, tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í dag.
Snæfríður synti vegalengdina á 52,77 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet töluvert en gamla metið var 53,11 sekúndur.
Íslenski ólympíufarinn syndir til undanúrslita síðdegis en sá hluti mótsins hefst klukkan 16.30.