Ólafía ein sú besta á lokahringnum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék gríðarlega vel á þriðja og síðasta hringnum á Pure Silk-mót­inu í golfi í LPGA-mótaröðinni á Bahama­eyj­um í dag. Hún lék á 68 höggum, fimm höggum undir pari og var á meðal bestu kylfinga dagsins á mótinu.

Örfáir kylfingar hafa náð betri hring á mótinu en Ólafía náði í dag. Hún hefði verið í mikilli toppbaráttu, hefði hún spilað alla þrjá hringina líkt og í dag. Ólafía lék hins vegar fyrsta hringinn á 77 höggum og hring tvö á 73 höggum. 

Nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag, en þegar fréttin er skrifuð er Ólafía í 24.-30. sæti, en hún var nálægt 100. sæti um tíma í gær og á níu höggum yfir pari. Það er því magnað að hún hafi endaði undir pari vallarins á mótinu. 

Ólafía á Bahama - 3. hringur opna loka
kl. 21:31 Textalýsing 9. hola, PAR - Ólafía lýkur leik á hringnum með að fá par. Nánast óaðfinnanlegt hjá okkar konu, enginn skolli, nokkrir fuglar og góð pör. Hún endar á einu höggi undir pari, en endanlegt sæti á eftir að koma í ljós. Glæsileg frammistaða, síðari hluta þessa móts.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert