Haraldur bestur Íslendinganna á Spáni

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljsómynd/seth@golf.is

Haraldur Franklín Magnús náði bestum árangri af Íslendingunum þremur sem kepptu á PGA Catalunya Resort-mótinu í golfi, sem fram fór í Girona á Spáni. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, en Axel Bóasson vann mótaröðina á síðustu ári. Haraldur lék hringina þrjá á 212 höggum eða tveimur höggum undir pari og hafnaði hann í 33. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Guðmundur Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn og lék aðeins tvo hringi. Hann kláraði leik á tveimur höggum yfir pari. Andri Björnsson náði sér ekki á strik og lék fyrstu tvo hringina á níu höggum yfir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert