Mætast á nýjan leik í nótt

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja í nótt keppni á Australian Ladies Classic golfmótinu í Bonville í Ástralíu en það er þriðja mót keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni, Ladies European Tour.

Ólafía er í hópi þeirra sem eiga sæti á LPGA-mótaröðinni en koma inn á þetta mót, en Valdís er í hópi þeirra sem eiga fastan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á þessu keppnistímabili.

Þetta er önnur vikan í röð þar sem þær mætast í Ástralíu. Valdís komst sem kunnugt er í gegnum niðurskurðinn á Australian Open mótinu um síðustu helgi, á LPGA-mótaröðinni, en Ólafía sat þá eftir að tveimur hringjum loknum.

Keppni á mótinu hefst um áttaleytið í kvöld en þá er klukkan orðin sjö á fimmtudagsmorgni í Ástralíu. Íslendingarnir eru með þeim síðustu í rásröðinni á fyrsta hringnum og hefja leik með stuttu millibili, Valdís byrjar klukkan 02.10 í nótt að íslenskum tíma (13.10 að staðartíma) og Ólafía klukkan 02.30 (13.30 að staðartíma). Þær munu hinsvegar fara snemma af stað á föstudagsmorgni á öðrum hring, eða á milli níu og hálftíu á fimmtudagskvöldi að íslenskum tíma.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert