„Hellingur af fuglum úti enn þá“

Valdís Þóra Jónsdóttir í fuglafæri á 8. holunni í Bonville.
Valdís Þóra Jónsdóttir í fuglafæri á 8. holunni í Bonville. Ljós­mynd/​Trist­an Jo­nes

Valdís Þóra Jónsdóttir var ánægð að hafa ekki tapað höggi í dag á opna ástralska mótinu í golfi en hún er þar í toppbaráttu á -5 í 3.-5. sæti og er einu höggi frá Holly Clyburn frá Englandi. Lokahringurinn fer fram í nótt.

Talsverð rigning setti mark sitt á leik keppenda í dag og segir Valdís Þóra að hún eigi inni nóg af fuglum en hún lék á parinu í dag, 72 höggum.

 „Ég er ánægð að hafa ekki tapað höggum út af vellinum yfir höfuð. En það voru nokkrar lélegar ákvarðanatökur sem kostuðu nokkra slaka skolla en heilt yfir er ég ágætlega ánægð,“ sagði Valdís Þóra.

 „Já, það er alveg hægt að ná góðum skorum. Þetta var svolítið erfitt þegar það var hellidemba en það er hellingur af fuglum úti enn þá fyrir mig en ég verð bara þolinmóð á morgun og held áfram að koma mér í tækifæri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert