Skrambi á 18. holu fór illa með Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr GR, lék á tveimur höggum yfir pari í dag á Bank of Hope Found­ers Cup í Phoen­ix, Arizona. Ólafía lauk leik á 74 höggum og  var í 121.-130. sæti er hún kom í hús.

Ólafía lék þokkalega stöðugt golf í dag fram að 18. holu og fékk þrjá skolla, þrjá fugla og 11 pör en komst aldrei undir parið í dag en það liðu aldrei meira en tvær holur þar til hún svaraði skollunum sem hún fékk með fugli og kom sér aftur á parið.

18 holan fór hins vegar illa með Ólafíu. Þar fékk hún tvöfaldan skolla, sex högg, og flaug úr 60.-99 sæti niður í það 121. sætið þar sem hún sat jöfn með níu öðrum kylingum er hún kom í hús.

Ljós er að Ólafía þarf að eiga afar góðan hring á morgun til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Um er að ræða þriðja mótið sem Ólafía tekur þátt í á mótaröðinni og fimmta mótið á LPGA-mótaröðinni.

Ólafía í Arizona - 1. hringur opna loka
kl. 21:05 Textalýsing 18. hola: Tvöfaldur SKOLLI— Þetta var ekki gott. Ólafía endar hringinn á skramba, eða tvöföldum skolla og fer þessa par 4 holu á 6 höggum. Staðan: +2, í 120.-129. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert