Tiger fataðist lítillega flugið

Tiger lék á parinu í gær.
Tiger lék á parinu í gær. AFP

Tiger Woods fataðist lítillega flugið á Arnold Palmer-boðsmótinu sem haldið er á Bay Hill-vellinum í Flórída.

Tiger fór annan hringinn á pari, 72 höggum eftir að hafa farið fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari. Er Tiger því í 17.-24. sæti.

Svíinn Henrik Stenson og Bryson DeChambeau frá Bandaríkjunum eru efstir á -11. 

Tiger hefur átta sinnum borið sigur úr býtum á þessu móti en hann hefur verið að leika sitt besta golf í langan tíma þessa dagana og hafnaði m.a. 2.-3. sæti á Val­sp­ar Champ­i­ons­hip-mót­inu um síðustu helgi og náði þar sín­um besta ár­angri á móti í PGA-mótaröðinni í lang­an tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert