Axel á einu yfir pari í Kenía

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Ljósmynd/GSÍ

Axel Bóasson lék á 72 höggum eða einu höggi yfir pari á fyrsta hringnum á Barclays-mót­inu í golfi í Ken­ía en þetta er fyrsta mótið í Áskor­enda­mótaröðinni á þessu tíma­bili.

Axel fékk skolla á síðustu tveimur holunum en alls fékk hann fimm skolla á hringnum og fimm fugla. Axel er sem stendur í 73.-96. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni í dag.

Fyrr í dag lék Birgir Leifur Hafþórsson fyrsta hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er í 96.-116. sæti.

Bæði Axel og Birgir Leifur þurfa að gera betur á morgun ætli þeir að sleppa í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert