Ólafía þarf að bíða til morguns

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir bíður enn örlaga sinna á Kings­mill mestarara­mót­inu í Williams­burg í Virg­in­íu. Áætlað var annar hringur yrði kláraður og byrjað á þeim þriðja í dag, en vegna veðurs fóru þau áform út í veður og vind og ekki var hægt að leika í dag vegna rigningar.

Nú er búið að stytta mótið úr 72 holum og niður í 54 holur. Kylfingar sem eiga eftir að klára annan hring fara af stað kl. 11:30 á morgun og verður þriðji og síðasti hringurinn leikinn í kjölfarið.

Ólafía lék fyrstu tvo hringina á 71 höggi eða á pari, en sem stendur verða kylfingarnir að vera á einu höggi undir pari eða á betra skori til að fara í gegnum niðurskurðinn. Það gæti hins vegar breyst er allir klára annan hringinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert