Ragn­hild­ur með for­skot fyrir lokahringinn

Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir í Mosfellsbæ í dag.
Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir í Mosfellsbæ í dag. Ljósmynd/Golfsamband Íslands

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Mótið er það fjórða á tímabilinu og fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Ragnhildur lék hringinn í dag á 71 höggi, tveimur yfir pari vallarins, og er nú sjö höggum yfir alls. Helga Krístin Einarsdóttir úr Keili er önnur með átta högg yfir pari og Saga Traustadóttir þriðja með 12 högg yfir.

Helga Krístin Einarsdóttir.
Helga Krístin Einarsdóttir. Ljósmynd/Golfsamband Íslands
Saga Traustadóttir.
Saga Traustadóttir. Ljósmynd/Golfsamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert