Ólafía einu höggi frá niður­skurðinum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Thornberry Creek-golfmótinu í bænum Oneida í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Ólafía var rétt í þessu að ljúka öðrum hring sínum en hún fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hún endaði því hringinn á pari og keppnina alls á þremur höggum undir. Það munaði því aðeins einu höggi að hún næði niðurskurðinum.

Hún átti afbragðs fínan hring í gær er hún fékk sex fugla og þrjá skolla. Hún byrjaði ekki sérlega vel en náði sér svo á strik og fékk þrjá fugla á fjórum holum undir lokin.

Þeim árangri náði hún þó ekki að fylgja eftir í kvöld. Hún byrjaði hringinn á skolla, líkt og í gær, áður en hún nældi í fjögur pör í röð.. Hún náði tveimur fuglum á síðustu þremur holum og var á endanum grátlega nærri því að komast í gegn.

Mótið var það 15. á tímabilinu hjá Ólafíu en hún hefur komist í gegnum niðurskurð á fjórum þeirra. Hún var í 128. sæti heimslistans fyrir mót.

Ólafía í Oneida, 2. dagur opna loka
kl. 22:30 Textalýsing Ólafía kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert