Í góðum félagsskap

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haraldur Franklín Magnús, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, leikur æfingahring eftir hádegi í dag á Carnoustie-vellinum með tveimur köppum sem leikið hafa í Ryder-bikarnum. 

Opna breska meistaramótið hefst á morgun og er dagurinn í dag því sá síðasti sem Haraldur hefur til að undirbúa sig fyrir glímuna við Carnoustie. 

Hann mun leika níu holur í dag, 10. - 18. holu, ásamt Englendingnum Lee Westwood og Belganum Nicolas Colsaerts en báðir hafa þeir keppt fyrir hönd Evrópu í Rydernum og Westwood var raunar um tíma efsti kylfingur heimslistans. Einn fárra sem hafa náð því án þess að sigra á einu af risamótunum fjórum. 

Lee Westwood.
Lee Westwood. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert